AFE flytur í Hafnarstræti

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur tekið á leigu um 117 fermetra skrifstofurými á 2. hæð að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Markmið AFE er að efla samkeppnishæfni, búsetuskilyrði, og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins.
AFE flytur í Hafnarstræti

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) hefur tekið á leigu hjá Reitum um 117 fermetra skrifstofurými á 2. hæð að Hafnarstræti 91 á Akureyri. Markmið AFE er að efla samkeppnishæfni, búsetuskilyrði, og aðdráttarafl Eyjafjarðarsvæðisins með frumkvæði og þátttöku í verkefnum sem eru mikilvæg fyrir framþróun svæðisins.

Hafnarstræti 91 er eitt kennileita Akureyrar, Húsið var reist árið 1930 eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar fyrir KEA sem hafði höfuðstöðvar sínar í húsinu í 76 ár. Þegar húsið var byggt var það eitt stærsta og veglegasata hús bæjarins. Í húsinu eru nú starfandi fjölmargar stofnanir og fyrirtæki t.d. Penninn Eymundsson, Motus, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa.

Reitir bjóða AFE velkomið til starfa í Hafnarstræti.