Apótekarinn opnar í Sunnumörk í Hveragerði

Hveragerði
Hveragerði

Apótekarinn hefur opnað nýtt apótek í verslunarmiðstöðinni Sunnumörk við Þjóðveg 1 í Hveragerði en apótekið var áður staðsett við Breiðumörk þar í bæ. Apótekarinn er frábær viðbót við úrval verslana og þjónustuaðila í Sunnumörk. Þar er Bónus, Vínbúðin, Almar bakari, Arion banki auk þess sem Hveragerðisbær er þar með skrifstofu og bókasafn. Nýr opnunartími í Sunnumörkinni er frá 10-18.  

Apótekarinn er hluti af Lyfjum og heilsu sem er framsækið verslunar- og þjónustufyrirtæki með starfsemi víðsvegar um landið. Heilsa og heilbrigði er sérsvið fyrirtækisins og er markmið þess að auka lífsgæði viðskiptavina sinna með því að bjóða lyf og aðrar heilsutengdar vörur.

Reitir bjóða Apótekarann velkominn til starfa í Sunnumörk.