2016 í máli og myndum

Árið 2016 var fyrsta heila starfsár Reita eftir skráningu í Kauphöll Íslands á árinu 2015. Árið var viðburðaríkt, fjöldi nýrra leigusamninga voru gerðir á árinu auk fjölmargra endurnýjana og viðauka. Reitir þakka viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf á árinu 2016.
2016 í máli og myndum

Desember

 

Reitir kaupa húsnæði Alda Hotel Reykjavík

Reitir keyptu fasteignir sem standa við Laugaveg 66- 70 og hýsa Alda Hotel Reykjavík.

Reitir seldu eignarhlut sinn í "brunareitnum" að Skeifunni 11.  

Hagar, fyrir hönd Hagkaups, og Reitir endurnýjuðu leigusamning um rými á 1. hæð í Kringlunni. Samhliða var tilkynnt um að stærstur hluti rýmisins sem nú er efri hæðin í Hagkaup mun fara undir nýja H&M verslun

Reitir seldu u.þ.b. 2.200 fermetra fasteign að Brautarholti 26-28

 

Nóvember

 

Hard Rock Cafe opnaði í Lækjargötunni.

Reitir keyptu félag um húsnæði verslunarinnar Vila í Kringlunni

Reitir hlutu viðurkenningu sem Fyrirtæki mannúðar 2016, það var fjölskylduhjálp Íslands sem veitti Reitum viðurkenninguna, en Reitir hafa stutt samtökin með húsnæði í Iðufelli til nokkurra ára. 

Allianz gerði leigusamning við Reiti um leigu á u.þ.b. 400 fermetra húsnæði á 1. hæð í Dalshrauni 3. 

Bus Hostel leigir 2. hæðina í "Grímsbæ" Efstalandi 26. 

Reitir birtu uppgjör 3. ársfjórðungs 2016. 

 

Október

 

Reitir kaupa verk sem Tolli málaði með leikskólabörnum til styrktar Bleiku slaufunni. Tolli, Einar Þorsteinsson fjármálstjóri Reita og leikskólabörnin

Reitir keyptu málverk sem listamaðurinn Tolli málaði með leikskólabörnum og selt var til styrktar góðgerðarverkefni Kringlunnar "Af öllu hjarta" til stuðnings Bleiku slaufunnar.

Reitir seldu Aðalstræti 6-8, salan var gerð á grundvelli kaupréttarákvæðis í leigusamningi. 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar leigir skrifstofuhúsnæði í Hafnastræti 91 á Akureyri. 

Reitir fögnuðu 5 ára stuðningi við Specialisterne, samtök sem stuðla að atvinnuþátttöku einstaklinga á einhverfurófi. 

Reitir festu kaup á Breiðumörk 20, húsnæði í Hveragerði sem áður hýsti útibú Arion banka. 

Gerður var leigusamningur um u.þ.b. 700 fm húsnæði fyrir Icelandic Film Institute að Krókhálsi 6.

 Axelsbakarí leigir húsnæði að Hvannavöllum 14 á Akureyri. 

 

September

 

CYRENleiðandi fyrirtæki á heimsvísu í þróun hugbúnaðar fyrir tölvuöryggi, flutti í nýtt húsnæði frá Reitum á 2. hæð í Dalshrauni 3.

Sendiráðið, vef- og hugbúnaðarstofa, undirritaði leigusamning við Reiti um u.þ.b. 340 fermetra húsnæði á 2. hæð að Höfðabakka 9. 

TripCreator tók á leigu tæplega 400 fermetra útsýnishæð að Lágmúla 9.

Apótekarinn opnaði nýtt apótek að Fitjum í Reykjanesbæ. 

 

Ágúst

 

Under Armour opnar í Kringlunni

Under Armour verslun opnaði á Bíógangi í Kringlunni.

Reitir birtu uppgjör 2. ársfjórðungs 2016. 

Breyting varð á eignarhaldi Reita þegar Ríkissjóður seldi 6,38% eignarhlut í félaginu á genginu 83,30 krónur á hlut. 

 

Júlí

 

Reitir auglýstu eftir rekstraraðilum til þátttöku í þróun á nýrri Sælkerahöll í Holtagörðum

Fiskistofa undirritaði leigusamning um u.þ.b. 715 fm. húsnæði á þriðju hæð í "Borgum" við Norðurslóð á Akureyri.

Tilkynnt var um samningaviðræður við H&M og um fyrirhugaða opnun verslunar í Kringlunni á seinnihluta ársins 2017.

Reitir auglýstu eftir rekstraraðilum til þátttöku í Sælkerahöll í Holtagörðum

 

Júní

 

Reitir auglýstu eftir rekstraraðila fyrir fyrirhugað hótel í gamla sjónvarpshúsinu að Lauagvegi 176

Reitir auglýstu eftir rekstraraðila hótels sem fyrirhugað er að þróa í "gamla sjónvarpshúsinu" við Laugaveg 176.

Breytingar urðu á framkvæmdastjórn Reita þann 1. júní þegar viðskipta- og þróunarsviði var skipt upp. Kristófer Þór Pálsson tók við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptasviðs en Friðjón Sigurðarson tók við framkvæmdastjórn nýs sviðs, Þróunarsviðs. 

Beauty barinn opnar nýja verslun á Bíógangi í Kringlunni.

Okkar talþjálfun hóf starfsemi að Höfðabakka 9.

 

Maí

 

Reitir settu nýjan inngang á húsið við Aðalstræti 2 þegar Matarkjallarinn opnaði þar í maí.

Nýtt veitingahús, Matarkjallarinn, opnaði í kjallara hússins að Aðalstræti 2. Nýr inngangur var gerður á þetta sögufræga hús í tengslum við opnun nýja staðarins. 

Reitir keyptu tæplega 700 fermetra rými á þriðju hæð í norðurenda Kringlunnar. Í rýmunum eru starfræktar læknastofur.

Fakó húsgögn tóku á leigu um 240 fermetra húsnæði í Ármúla 7.

Reitir birtu uppgjör 1. ársfjórðungs 2016. 

 

Apríl

 

Reitir keyptu Hótel Borg ásamt sjö öðrum fasteignum

8 fasteignir bættust í eignasafn Reita þann 1. apríl. Um var að ræða húsnæði Hótel Borg, húsnæði Nýherja við Borgartún 37, húsnæði Advania við Guðrúnartún 10, Laugaveg 77, Fiskislóð 11, Skúlagata 17, Síðumúli 16-18 og Faxafen 5.

Nesklúbburinn, golfklúbbúrinn á Seltjarnarnesi, gerði samkomulag við Reiti um afnot af um 450 fermetra húsnæði á Eiðistorgi fyrir inniaðstöðu klúbbsins. 

 

Mars

Parlogis tók fasteign Reita að Skútuvogi 3 á leigu.

Lúr - Betri hvíld flytur í um 900 fm. húsnæði í eigu Reita við Suðurlandsbraut 24.

Ný Skechers verslun tekur til starfa á fyrstu hæð í Kringlunni.

Reitir hljóta viðurkenningu sem "Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum". Það er Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands sem veittu viðurkenninguna.

Kone sem hefur verið leigutaki Reita í Lynghálsi til nokkurra ára stækkaði við sig.

 

Febrúar

 

Reitir keyptu Lífstein heilsumiðstöð í Álftamýri 1-5

Reitir keyptu Álftamýri 1-5húsnæði sem hýsir heilsumiðstöðina Lífstein.

Reitir birtu uppgjör ársins 2015. 

Agú HN Gallery apnaði verslun í Spönginni.

Arion banki gerði leigusamning um húsnæði fyrir bankaútibú í Sunnumörk í Hveragerði.

 

Janúar

Olíuverslun Íslands leigði rúmlega 4.000 fermetra iðnaðarhúsnæði í Súðarvogi.

Elja, þjónustumiðstöð atvinnulífsins, tók á leigu um 350 fermetra á fyrstu hæð í Hátúni 2b. 

Verslunin I am Happy hóf starfsemi í Spönginni.

Erindi, samtök um samskipti og skólamál, fékk afhent húsnæði sem hýsir samskiptasetur fyrir börn og unglinga sem glíma við einelti.