Axelsbakarí opnar á Hvannavöllum

Axelsbakarí hefur opnað nýtt glæsilegt bakarí í um 430 fermetra rými í „Linduhúsinu“ að Hvannavöllum 14 á Akureyri. Reitir bjóða Axelsbakarí velkomið til starfa í nýju húsnæði.
Axelsbakarí opnar á Hvannavöllum

Axelsbakarí opnaði nýtt glæsilegt bakarí í „Linduhúsinu“ að Hvannavöllum 14 á Akureyri s.l. laugardag þann 28. janúar. Axelsbakarí gerði leigusamning við Reiti um rúmlega 430 fermetra verslunarhúsnæði á jarðhæð.

Í Axelsbakarí eru brauð bökuð daglega auk þess sem boðið er upp á margar nýjungar m.a. tertusneiðar, kaffi og kakó, samlokur og djúsa, boost og smoothie auk þess sem boðið er upp á súpu og brauð í hádeginu alla daga virka daga.

Við bjóðum Axelsbakarí velkomið til starfa á Hvannavöllum. 

Axelsbakarí - opnun á Hvannavöllum - www.reitir.is

Tengt efni:

Verslunarrými til leigu á Hvannavöllum