17 sortir opna í Kringlunni

17 sortir opna nýtt útibú í Kringlunni á næstu vikum. Sérstaða kökusjoppunnar felst í áherslu á bragð og útlit heimabaksturs.
17 sortir opna í Kringlunni

Ný kökusjoppa opnar í Kringlunni innan nokkurra vikna þegar 17 Sortir opna nýtt útibú við hlið Útilífs á 1. hæð Kringlunnar. Í tilefni opnunarinnar verður nýjum kökutegundum bætt í borðið en kökuhúsið er m.a. þekkt fyrir bollakökur blandaðar saltlakkrís og tyrkneskum pipar. Sérstaða 17 sorta er áhersla á að kökurnar hafi bragð og útlit heimabaksturs og allt er unnið frá grunni.

Reitir bjóða 17 sortir velkomnar til starfa í Kringlunni.