10-11 & Iceland leigja Klettagarða 6

10-11 & Iceland leigja Klettagarða 6

Reitir hafa gert langtíma leigusamning við Rekstrarfélag 10-11/Iceland um húsnæði að Klettagörðum 6. Húsnæðið er nýlegt u.þ.b. 2820 fermetra vöru- og iðnaðarhúsnæði með stórum innkeyrsludyrum og vandaðri starfsmanna- og skrifstofuaðstöðu. Skrifstofa 10-11/Iceland flytur því úr húsnæði Reita á 6. hæð að Lágmúla 9 yfir í Klettagarða 6.

10-11/Iceland verslanirnar eru 35 talsins og eru þær staðsettar í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Akranesi og Akureyri – og flestar þeirra eru opnar allan sólahringinn.  Í Lágmúla og Austurstræti er að auki Ginger-eldhús sem eldar ferskan hollustumat á staðnum.

 Tengt efni: