Vistvera opnar í Grímsbæ

Við bjóðum nýja krambúð með plastlausar neysluvörur velkomna til starfa í Grímsbæ.
Vistvera opnar í Grímsbæ

Vistvera er krambúð með ýmsar plastlausar neysluvörur en einnig heimilisvörur úr náttúruefnum. Sem dæmi um plastlausar neysluvörur má nefna hársápustykki (sjampóstykki), sápustykki, húðkrem, raksápu, sólarvörn, svitalyktareyði, tannbursta og varasalva. Við bjóðum líka upp á eldhúsáhöld úr tré, vefnaðarvöru úr bómull og fleira til heimilisins sem og leikföng.

Áhersla er lögð á vörur sem draga úr einnota lífsstíl, svo sem margnota grænmetispoka saumaða úr gömlu gardínuefni, álfabikar og úrval af ítlátum til geymslu matvæla s.s. nestisbox og bývaxklúta sem geta komið í stað plastfilma og einnota umbúða. Umbúðir eru sem allra minnstar og þá aðallega úr endurunnum pappa sem má endurvinna en brotnar líka niður í náttúrunni.


Í versluninni Vistveru er m.a. boðið upp á tannkrem í töfluformi. Selt eftir vigt.
Í versluninni Vistveru er m.a. boðið upp á tannkrem í töfluformi. Selt eftir vigt.
Vistvera leggur áherslu á plastlausan lífsstíl.
Vistvera leggur áherslu á plastlausan lífsstíl.

Verslunin í Grímsbæ er skemmtilega innréttuð með notuðum húsgögnum og innréttingum.

Reitir bjóða Vistveru velkomna til starfa í Grímsbæ