Heildarvirði kaupanna er 3.286 m.kr. og verður að fullu fjármagnað með handbæru fé og lánsfé. Um er að ræða rúmlega 9.900 fermetra af vönduðu verslunarhúsnæði. Þessar fasteignir eru að Háholti 13-15 í Mosfellsbæ, Dalbraut 1 á Akranesi og Hafnargötu 2 á Reyðarfirði.
Eignirnar eru í útleigu til fjölmargra öflugra leigutaka en þar ber helst að nefna Krónuna sem stendur fyrir tæplega 50% af leigutekjunum. Krónan mun gera 15 ára leigusamninga við Reiti á Dalbraut og Hafnargötu. Aðrir leigutakar eru m.a., Mosfellsbakarí, apótek, Sveitafélagið Fjarðabyggð, Penninn, Mannvit og Lindex. Leigutekjur á ársgrunni nema um 254 m.kr. og er meðaltími leigusamninga tæp 10 ár. Kaupin leiða til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 196 m.kr. á ársgrundvelli.
Afhending eignanna mun fara fram þegar fyrirvörum um viðskiptin hefur verið aflétt en fyrirvarar eru gerðir um niðurstöður hefðbundinna áreiðanleikakannana, samþykki Samkeppniseftirlitsins og fjármögnun viðskiptanna.
10.8.2021 - Fréttin hefur verið uppfærð. Áður var tilkynnt um fyrirhuguð kaup fjögurra fasteigna, þ.á m. Austurvegs 1-5 á Selfossi, en kaup á þeirri eign falla niður þar sem forkaupsréttarhafi að þeirri fasteign hyggst nýta rétt sinn. Leiðir það til þess að Reitir munu festa kaup á þremur fasteignum í stað fjögurra. Fréttin hefur verið uppfærð bæði hvað varðar fjölda eigna og fjárhæðir. Eldri tilkynningu má finna hér og tilkynningu um að Reitir muni kaupa þrjár eignir í stað fjögurra má finna hér.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is