Reitir ráða umhverfisstjóra

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisverkfræðingur, er nýr umhverfisstjóri Reita.
Reitir ráða umhverfisstjóra

Íris Þórarinsdóttir er nýr umhverfisstjóri Reita og verkefnastjóri á þróunarsviði. Hún er Umhverfisverkfræðingur með MSc frá DTU. Íris hefur starfað hjá Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur síðan 2007. Fyrst sem verkefnastjóri í framkvæmdaverkum, svo sem fagstjóri fráveitu, með ábyrgð á hönnun og rannsóknum og frá 2015 – 2019 sem tæknistjóri fráveitu, með ábyrgð á uppbyggingu og fjárfestingum í fráveitukerfi Veitna. Íris hefur góða þekkingu í umhverfisstjórnun og á umhverfismálum sem og mikinn metnað fyrir sjálfbærri þróun borgarumhverfis. Íris er kvænt Gísla Snæbjörnssyni og eiga þau fjögur börn.

Reitir vilja hafa forystu um mótun umhverfisvitundar í íslensku atvinnulífi og leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri fasteigna og í þróunarverkefnum. Þekking og reynsla Írisar er því mikilvæg viðbót í starfsmannahóp Reita.  

Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri Reita fasteignafélags
Íris Þórarinsdóttir