Reitir kaupa Hallarmúla 2

Reitir hafa fest kaup á um 1.500 fermetra verslunarhúsnæði við Hallarmúla 2 í Reykjavík ásamt umtalsverðum byggingarheimildum.
Reitir kaupa Hallarmúla 2

Samhliða kaupum á fasteigninni hefur verið undirritaður leigusamningur við Fjallakofann sem kemur til með að opna þar nýja verslun með vorinu.

Hallarmúli 2 deilir lóðarmörkum með Icelandair Hotel Hilton Natura en sú fasteign er þegar í eignasafni Reita. Eftir kaupin halda Reitir einir á lóðarréttindum á sameiginlegri lóð Suðurlandsbrautar 2 og Hallarmúla 2​. Núverandi deiliskipulag Hallarmúla 2 gerir ráð fyrir 6.800 m2 á fimm hæðum auk 2.500 m2 kjallara svo ljóst er að kaupin veita tækifæri til áhugaverðra þróunarmöguleika þegar fram líður.