Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hlutu viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fimmta árið í röð.
Reitir fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Reitir hafa hlotið endurnýjaða viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland veittu viðurkenninguna sem er ætlað að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti.

Stjórnarformaður Reita, Þórarinn V. Þórarinsson, tók á móti viðurkenningunni þann 21. ágúst 2020, en Reitir hafa hlotið viðurkenninguna árlega síðan 2015. Viðurkenningin er veitt á grundvelli úttektar Stjórnvísis á stjórnarháttum félagsins og tekur hún mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi.