Borgarráð samþykkti í gær, þann 28. júní 2018, nýtt rammaskipulag fyrir Kringlusvæðið. Í því birtist ný stefna og framtíðarsýn fyrir þennan mikilvæga 13 hektara borgarhluta á grunni Aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030.
Rammaskipulagið vísar veginn að settum markmiðum og rammar inn sameiginlega sýn þeirra sem að því standa og mun endurspeglast í frekari skipulagsvinnu fyrir reitinn. Þá varpar rammaskipulagið ljósi á þær áskoranir sem fylgja nýrri uppbyggingu og veltir upp hugsanlegum lausnum.
Kringlusvæðið er eitt mest spennandi þróunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu en um leið eitt hið flóknasta, m.a. vegna legu þess við stærstu stofnbrautir höfuðborgarsvæðisins og mikilvægrar starfsemi sem þar er að finna eins og Borgarleikhúsið og verslunarmiðstöðina Kringluna.
Rammaskipulagið, sem er nokkuð róttæk stefnubreyting frá fyrri áætlunum, gerir ráð fyrir 160 þúsund fermetrum í nýju byggingarmagni ofanjarðar og að fjöldi íbúða geti orðið 800 til 1.000 þegar svæðið verður fullbyggt. Í kjölfar rammaskipulagsvinnunnar er stefnt að breytingu á aðalskipulagi og í framhaldinu er gert ráð fyrir að svæðið verði deiliskipulagt og byggt upp í áföngum.
Forsaga rammaskipulagsins er að þann 17. janúar 2018 undirrituðu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita fasteignafélags um skipulag og uppbyggingu svæðisins á grundvelli vinningstillögu Kanon arkitekta í hugmyndasamkeppni sem haldin var árið 2017. Afgreiðsla rammaskipulagsins er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð að byggja upp öflugt og glæsilegt borgarhverfi með blöndu af íbúðum, verslun og þjónustu, menningu og listastarfsemi.
Greinargerð með rammaskipulagi Kringlusvæðisins
Reykjavíkurborg og Reitir undirrita viljayfirlýsingu um uppbyggingu á Kringlureit (jan. 2018)
Niðurstaða hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðis (nóv. 2017)
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is