Endurnýjun hjá Opnum kerfum

Opin kerfi hefur verið til húsa að Höfðabakka 9 frá upphafi. Nýverið var húsnæði þeirra endurnýjað með velferð starfsmanna og umhverfisvernd að leiðarljósi.
Endurnýjun hjá Opnum kerfum

Þegar húsnæði Opinna kerfa í Höfðabakka 9 var endurnýjað var leitast við að gera húsnæðið bjart og nútímalegt. Opin kerfi er grænn leigutakar hjá Reitum sem þýðir að húsnæði þeirra er rekið með vistvænum hætti og notuð voru byggingarefni sem uppfylla vissar kröfur þegar húsnæðið var endurnýjað. 

Anddyri í glæsilegu leiguhúsnæði á Höfðabakka í Reykjavík

Opin kerfi hefur frá upphafi verið til húsa að Höfðabakka 9. Á árinu 2013 var farið í gagngerar breytingar á húsnæðinu þar sem lögð var áhersla á að bæta aðstöðu starfsmanna til muna, bæta fundaraðstöðu og móttöku viðskiptavina. Unnið er að því að gera allar byggingar að Höfðabakka 9 vistvænar. Aðstaða fyrir fundi og fyrirlestra tók stakkaskiptum við breytinguna og hafa gert fyrirtækinu kleift að halda ýmsa viðburði innanhúss sem fyrirtækið þurfti áður að halda annarsstaðar.

Símaklefi í skrifstofuhúsnæði sem Opin kerfi leigja hjá Reitum

 Starfssemi Opinna kerfa er að mestu leyti í opnu skrifstofuumhverfi og var sérstaklega tekið tillit til þess við hönnunina varðandi hljóðbærni, afdrep og aðstöðu fyrir starfsmenn.

Kaffihornið í glæsilegu leiguhúsnæði á Höfðabakka í Reykjavík

Kaffiaðstaða í glæsilegu leiguhúsnæði á Höfðabakka í Reykjavík

Þegar húsnæði Opinna kerfa var endurnýjað var sérstök áhersla lögð á að bjóða starfsmönnum gott umhverfi eins og kaffistofan ber með sér.

Létt stemmning í glæsilegu leiguhúsnæði á Höfðabakka í Reykjavík

Verslun HP í glæsilegu leiguhúsnæði á Höfðabakka í Reykjavík

 

www.opinkerfi.is

Reitir bjóða klæðskerasniðið skrifstofuhúsnæði, verslunarhúsnæði og iðnaðarhúsnæði til leigu fyrir allar tegundir fyrirtækja.