Nýir leigutakar í Höfðabakka 9

Fimmta hæðin og önnur hæðin hafa fyllst af nýju fólki á undanförnum mánuðum.
Nýir leigutakar í Höfðabakka 9

Töluverð endurnýjun hefur verið í Höfðabakka 9 síðan ÍAV og Opin kerfi, fyrirtæki sem bæði höfðu verið í húsinu til margra ára, fluttu í byggingu á sömu lóð.  Skrifstofur Rúmfatalagersins og Höfuðstöðvar Godo eru komnar á aðra hæð hússins. Godo býður upp á hugbúnað fyrir ferðaþjónustu t.a.m. kerfið Property sem þjónustar 1100 gististaði í 15 löndum. InfoMentor, þróunaraðili náms- og upplýsingakerfa, hefur komið sér fyrir á fimmtu hæðinni. Reitir bjóða þessa nýju aðila alla velkomna til starfa í húsinu.

4. hæð hússins er laus til leigu ásamt hluta jarðhæðarinnar