Lindex opnar á Egilsstöðum

Framkvæmdir eru hafnar vegna undirbúnings opnunar verslunarinnar í haust.
Lindex opnar á Egilsstöðum

Reitir og Lindex hafa undirritað leigusamning um 300 fermetra húsnæði í kjarnanum við Miðvang á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að verslunin opni nú haustið 2020.

Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 18 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Verslunin verður staðsett við hlið Bónuss í Miðvangi og mun bjóða upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex auk þess sem boðið verður upp á nýjustu tækni við verslunina eins og 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa til að undirstrika einstaka verslunarupplifun.   Framkvæmdir eru þegar hafnar við nýju verslunina og er opnun áætluð á næstu misserum. Barnadeildin mun m.a. bjóða upp á ungbarnafatnað sem einungis er framleiddur með lífrænni bómull, barnafatnað og unglingafatnað upp í stærðir 170.  Einstök  undirfatalína Lindex býður Bravolution brjóstahaldara tæknina sem auðveldar og sparar tíma við verslun undirfatnaðar.  Dömudeildin mun m.a. innihalda gallabuxur framleiddar með Better Denim sem minnkar vatnsnotkun um 85% frá hefðbundnum framleiðsluaðferðum.

Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á Lindex sem hefur hvatt okkur áfram í að finna stað fyrir verslun okkar hér. Við teljum því einstakt að koma og festa rætur hér á Austurlandi með verslun sem Austlendingar geta kallað sína eigin.  Við erum því full tilhlökkunar að koma austur og fagna opnuninni.“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

Miðvangur er verslunarkjarni í miðbæ Egilsstaða sem byggður var árið 2005 og telur um 1.800 fermetra. Þar eru m.a. Bónus, A4 og Subway.

Reitir bjóða Lindex velkomna til starfa í verslunarkjarnanum við Miðvang á Egilsstöðum.