Kynningarvefur vegna deiliskipulags nýs atvinnukjarna

Kynningarvefur vegna deiliskipulags í vinnslu fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða í Mosfellsbæ hefur verið settur í loftið.
Kynningarvefur vegna deiliskipulags nýs atvinnukjarna

www.reitir.is/blikastadir

Mosfellsbær og Reitir vinna saman að undirbúningi deiliskipulags fyrir nýjan atvinnukjarna í landi Blikastaða. Svæðið er við Vesturlandsveg á sveitarfélagamörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Á svæðinu er fyrirhuguð uppbygging atvinnukjarna sem skipulagður verður með náttúru, sjálfbærni og samnýtingu að leiðarljósi. Hönnuðir skipulagsins eru Arkís arkitektar, Verkís sér um verkfræðilega hönnun og Landslag um landslagshönnun. Mannvit er vottunaraðili skipulagsins gagnvart BREEAM.