Gestir Kringlunnar hafa vafalaust tekið eftir miklum framkvæmdum sem eru í gangi á 3ju hæð hússins. Breytingarnar, sem hófust fyrir 2 árum, miða að því að leggja alla hæðina undir afþreyingu, mat og skemmtun fyrir börn og fullorðna.
Svæðið, sem er alls um 7 þúsund fermetrar, fær lengdan opnunartíma en mun að sjálfsögðu áfram þjóna gestum á opnunartíma verslana. Nóg er af bílastæðum, ekki síst eftir að verslunarrýmið lokar seinni partinn. Þá gefur lengri opnun á hæðinni kvöldgestum sem eru á leið í leikhús eða bíó, fjölbreyttan valkost í mat og drykk fyrir sýningar.
Fjölmiðlar hafa sýnt verkefninu mikinn áhuga eins og sjá má á eftirfarandi fréttum:
>> Kúmen í stað Stjörnutorgs Viðtal mbl.is við Guðjón Auðunsson, forstjóra Reita.
>> Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar Viðtal við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar sem birt var á visir.is .
>> Stjörnutorg verður að Kúmen Myndband með viðtali við Paolo Gianfrancesco arkitekt á visir.is.
>> Þriðja hæðin endurbætt fyrir milljarð Umfjöllun og viðtal við Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóra Kringlunnar.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is