Ísbúð Huppu opnar í Kringlunni

Fjórða Huppu ísbúðin tók til starfa í Kringlunni á dögunum.
Ísbúð Huppu opnar í Kringlunni

Ísbúð Huppu opnaði á Stjörnutorgi á 3. hæð í Kringlunni laugardaginn 17. febrúar. Viðtökur voru fram­ar vonum og lögðu marg­ir leið sína í Kringluna til að fá sér ís. Ísbúðin í Kringlunni er fjórða Huppu ísbúðin en fyrir voru ein verslun á Selfossi og tvær í Reykjavík, önnur í Álfheimum en hin í húsnæði Reita í Spönginni.

Reitir bjóða Ísbúð Huppu velkomna til starfa í Kringlunni. 

Ísbúð Huppu Kringlunni