Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands hefur endurnýjað viðurkenningu Reita sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum fyrir tímabilið 2017-2018. Viðurkenningin byggir á úttekt á góðum stjórnarháttum sem tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland.
Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir, hrl. og regluvörður Reita, veitti viðurkenningunni móttöku á ráðstefnu um góða stjórnarhætti sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 10. apríl sl. Þetta er fjórða árið í röð sem Reitir hljóta þessa viðurkenningu.
>> Nánar um rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is