Fakó hefur opnað í Holtagörðum

Ný verslun opnaði í dag, 31. maí, með opnunartilboðum, kynningum og gjöfum fyrir viðskiptavini.
Fakó hefur opnað í Holtagörðum

Fakó hefur opnað nýja rúmgóða verslun á 2. hæð í Holtagörðum þar sem boðið er upp á fallegar vörur fyrir heimilið, t.a.m. húsgögn, ljós, gjafavörur, hljómtæki, sælkeravörur og snyrtivörur frá vörumerkjunum House Doctor, Nicolas Vahé, Meraki og Kreafunk ásamt fleirum. Verslunin verður opin virka daga frá 10 til 18 og frá 11 til 16 á laugardögum.

Reitir bjóða Fakó velkomið til starfa í Holtagörðum.