Gengið hefur verið frá kaupum á Vínlandsleið

Öllum fyrirvörum vegna kaupa á Vínlandsleið ehf. hefur verið aflétt og fer yfirtaka félagsins fram þann 1. september 2018.
Gengið hefur verið frá kaupum á Vínlandsleið

Með vísan til fyrri tilkynningar um kaup Reita á fasteignafélaginu Vínlandsleið ehf. sem sjá má hér, tilkynnist hér með að öllum fyrirvörum vegna kaupanna hefur verið aflétt og var kaupsamningur undirritaður í dag. Yfirtaka félagsins mun fara fram 1. september 2018. Um er að ræða rúmlega 18.000 leigufermetra af vönduðu húsnæði og er útleiguhlutfall 100%. Þessar fasteignir eru Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Leigutekjur á ársgrunni nema um 440 m.kr. og er meðaltími leigusamninga um 13,5 ár. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 350 m.kr. á ársgrundvelli.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Auðunsson, forstjóri, í síma 660 3320 eða Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669-4416.