BOX verður í Skeifunni í sumar með pop up verslunum, street food stöðum og bar. Þar verður líka HM á risaskjá og svæði þar sem tónlistarmenn geta leikið listir sínar.
Uppistaða markaðarins verður gámaþorp að fyrirmynd erlendra götumarkaða, t.d. Papirøen í Kaupmannahöfn. Áhersla verður lögð á street food með ódýrum minni réttum þannig að gestir geti smakkað þrjá til fjóra rétti.
BOX óskar eftir umsóknum á
www.rvkstreetfood.is/umsokn
Stefnt er að því að markaðurinn verði starfandi frá 1. júní til 29. júlí, hann verður opinn frá fimmtudögum til sunnudaga en einnig þegar Ísland spilar á HM.
BOX er verkefni sem Róbert Aron Magnússon stendur fyrir í samstarfi við Reykjavíkurborg. Reitir eru stuðningsaðili verkefnisins og lána lóð undir markaðinn, hún er staðsett við hlið Rúmfatalagersins í Skeifunni.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is