BOX - Skeifan opnar 7. júní

Í BOX í Skeifunni verður fjöldi söluaðila bæði í mat og drykk, einnig verður á svæðinu risaskjár, frábær tónlistaratriði og pop up búðir. BOX - Skeifunni verður opin alla fimmtudaga – sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí.
BOX - Skeifan opnar 7. júní

Reykjavik Street Food kynnir í samstarfi við Reykjavíkurborg og Reiti fasteignafélag : „Street Food“ og „Pop Up“ markaðinn BOX - Skeifunni. 

BOX – Skeifan opnar fimmtudaginn 7 júní klukkan 12.00  Á svæðinu verða fjöldin allur af söluaðilum bæði af mat og drykk, einnig verður á svæðinu risakjár, frábær tónlistaratriði og pop up búðir (opna þarnæstu helgi).  BOX -Skeifunni verður opin alla fimmtudaga til sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí

Þeir söluaðilar sem verða á svæðinu fyrstu helgina eru KO:Re, Jömm, Krúska, Magellan, Skræðuvagninn, Naustið, Indican, Flatbökubíllinn, Prikið, Vöffluvagninn, BOX – barinn, og fleirri. 

Opnunartími er eftirfarandi:

Fimmtudagar   12.00 – 14.30, 17.00 – 21.30

Föstudagar      12.00 – 14.30, 17.00 – 21.30

Laugardagar    12.00 – 21.30

Sunnudagar     12.00 – 20.00

Dagskrá fimmtudagsins 7. júní er eftirfarandi:

12:00 – 14.30 - Opnum svæðið fyrir almenning! Hádegis grúv og tónlist í boði Símans og Spotify

17.00 -20.00 - Opnunarhátið BOX – Skeifunnar- Fram koma Aron Can, Herra Hentusmjör, Egill Spegill og Dj B – ruff 

20.00 Vináttuleikur Íslands og Gana sýndur á Risaskjá - Tilboð í gangi á BOX-barnum í boði Tuborg Rå

Tónlistar dagskrá helgarinnar er eftirfarandi (helgina 8-10 júní.)

Föstudagur:               18.00-20.00   Dj´s (TBC)

Laugardagur:             20.00-20.30  Aron Can

Sunnudagur:             16.00-16.30  Jóipé x Króli