Húsnæði bókasafnsins var auglýst til leigu. Það hýsti áður líkamsræktarstöð en um leið og Borgarbókasafnið hafði tekið húsnæðið á leigu var hafist handa við endurnýjun þessa glæsilega þjónustuhúsnæðis. Bókasafnið hafði áður aðsetur í um 700 fermetra rými í kjallara Grafarvogskirkju en nýja safnið er 1300 fermetrar.
Í bókasafninu eru stórir gluggar og rólur þar sem hægt er að láta fara vel um sig með góða bók.
Góð aðstaða er í nýja safninu fyrir börn og unglinga og nægt rými til að setjast niður í ró og næði, glugga í bækur og tímarit eða læra. Boðið er upp á fjölbreytta menningarstarfsemi fyrir alla aldurshópa og má þar nefna leshringi fyrir börn og fullorðna, prjónakaffi, fjölskyldustundir fyrir foreldra með lítil börn, föndursmiðjur, fræðsluerindi, stuttmyndadaga og ýmis konar listsýningar.
Stór þakgluggi hleypir birtu inn í bókasafnið.
Hlýlegar bækur skapa mótvægi við hvíta veggi og steypu.
Góð aðstaða er í bókasafninu til að læra eða lesa.
Stór hluti húsgagna í safninu eru á hjólum sem gefur rýminu fljöbreytta nýtingarmöguleika.
Menningarhlutverk hússins fær virkan sess, en hluti jarðhæðarinnar er nýttur sem sýningarsalur fyrir listaverk.
Fjölbreytt dagskrá er í Borgarbókasafni - Menningarhúsi allt árið um kring. Dagskránna má sjá á á vef Borgarbókasafnsins.
Skiptiborð Reita er opið milli 9:00 og 16:00. Í gegnum skiptiborð er hægt að fá samband við ÍAV þjónustu allan sólarhringinn, hún getur útvegað iðnaðarmenn til skyndilegra viðbragða við neyðartilfellum.
Reitir fasteignafélag hf.
Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Kt. 711208-0700
Sími +354 575 9000
Almennt: reitir(hjá)reitir.is
Reikningar: bokhald(hjá)reitir.is