Bláa Lónið hefur opnað verslun í Kringlunni

Bláa lónið hefur opnað nýja og glæsilega verslun á 2. hæð í Kringlunni
Bláa Lónið hefur opnað verslun í Kringlunni

Bláa hefur opnað nýja verslun í norðurenda Kringlunnar, við hlið 66 Norður.

Vöruúrvalið er breitt og má þar finna allar húðvörur þeirra, gjafabréf fyrir upplifanir sem og tilboð á vinsælu ferðamöskunum þeirra, 3 fyrir 2.

Við opnun verslunarinnar er einnig ný húðvörulína á markað, BL+ en sú vörulína er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu Bláa Lónsins. The Serum formúlan inniheldur einstaka samsetningu virkra efna sem stuðla að auknum raka, örva kollagenframleiðslu í húð, draga úr niðurbroti kollagens, veita vörn gegn umhverfismengun og hafa andoxunaráhrif. Húðin verður sterkari, þéttari og fær mikinn raka djúpt niður í húðlögin. Dregur úr fínum línum og hrukkum, húðin verður heilbrigðari og ljómandi.

Reitir bjóða Bláa lónið velkomið til starfa í nýju verslunarhúsnæði í Kringlunni.