30 ára afmæli

Reitir fagna 30 ára afmæli um þessar mundir. Reitir rekja upphaf sitt til byggingar Kringlunnar árið 1987 og hefur saga Reita og Kringlunnar verið samofin síðan.
30 ára afmæli

Reitir óska rekstraraðilum, meðeigendum og starfsfólki í Kringlunni til hamingju með 30 ára afmælið. Reitir rekja upphaf sitt til byggingar Kringlunnar árið 1987 og hefur saga Reita og Kringlunnar verið samofin síðan. Kringlan er lifandi samfélag þar sem þónokkrar verslanir og þjónustuaðilar hafa verið frá upphafi. Reitir hlakka til að taka þátt í áframhaldandi þróun á Kringlureitnum á næstu árum.

Nú um helgina, 19. til 22. október, fagnar Kringlan afmælinu með glæsilegum afmælistilboðum, skemmtiatriðum og veitingum fyrir gesti. Nánar á kringlan.is