Sótt um Svansvottun fyrir Umhverfisstofnun

Reitir gerðu á árinu 2018 nýjan leigusamning við Umhverfisstofnun um húsnæði við Suðurlandsbraut. Húsnæði stofnunarinnar verður endurnýjað með gagngerum hætti á næstu misserum. Reitir og Umhverfisstofnun ætla að vinna allar endurbætur í samræmi við Svaninn og hafa sótt um slíka vottun á endurbæturnar. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna, kröfur Svansins tryggja að Svansmerkt vara sé betri fyrir umhverfið og heilsuna, meðal annars með því að uppfylla strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru.
Sótt um Svansvottun fyrir Umhverfisstofnun