Reitir meðal stofnenda að Votlendissjóðnum

Votlendissjóðurinn var stofnaður með það að markmiði að stuðla að endurheimt votlendis og draga með því úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjóðurinn kemur til með að aðstoða landeigendur við endurheimta votlendis sem ekki er nýtt til landbúnaðar eða skógræktar. t.d. með því að fjármagna framkvæmdir og eftir aðstæðum leggja til kennslu, mannskap eða tæki. Talið er að allt að 70 prósent af losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi komi frá framræstu og röskuðu votlendi.
Reitir meðal stofnenda að Votlendissjóðnum