18.000 fermetrar bættust í eignasafn Reita

Með kaupum á félaginu Vínlandsleið ehf. bættust í eignasafnið fasteignirnar Vínlandsleið 2-4, 6-8, 12-14 og 16 auk Norðlingabrautar 14. Leigutekjur á ársgrunni nema um 440 m.kr. og er meðaltími leigusamninga um 13,5 ár. Leiða kaupin til þess að áætlaður rekstrarhagnaður (NOI) Reita hækkar um 350 m.kr. á ársgrundvelli.
18.000 fermetrar bættust í eignasafn Reita