Hveragerðisbær fékk nýjar skrifstofur

Bæjarskrifstofa Hveragerðisbæjar flutti á haustmánuðum í algjörlega endurnýjað skrifstofuhúsnæði við Breiðumörk 20. Skrifstofurnar voru áður í verslunarmiðstöðinni við Sunnumörk, sem einnig er í eigu Reita, en þar skapaðist aukið rými fyrir Almar bakara til að opna kaffihús í kjölfarið.
Hveragerðisbær fékk nýjar skrifstofur