Hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðisins

Kanon arkitektar voru hlutskarpastir með tillögu sem þykir sýna einfalda reitaskiptingu sem fellur vel að hefðbundnu byggðamynstri borgarinnar og skapar sterka heild. Borgarlínustöð er staðsett við Kringlumýrarbraut og getur þá bæði þjónað Kringlusvæðinu og Menntaskólanum við Hamrahlíð. Húsareitir eru ferningslaga með rúmgóðum, opnum inngörðum. Gert er ráð fyrir allstóru almenningsrými á miðju svæðisins.
Hugmyndasamkeppni um skipulag Kringlusvæðisins