Virði fjárfestingareigna í árslok 2017: 135.002 m.kr.

Virði fjárfestingareigna Reita eftir eignaflokkum í árslok 2017

 

  • 140 fasteignir
  • 440.000 fermetrar
  • 700 leigueiningar

Endurnýjun í fyrirliggjandi eignasafni í bland við fjárfestingar í þróun og nýju húsnæði

Eignasafn Reita samanstendur af verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði og öðru atvinnuhúsnæði. Þann 31.12.2017 voru í safninu um 140 eignir, samtals um 440 þúsund fermetrar að stærð. Auk þess eru innan eignasafns Reita áhugaverðir þróunarreitir. Fyrst ber að nefna Kringlureitinn, en Reitir og Kringlan undirrituðu viljayfirlýsingu um þróun reitsins í janúar 2018. Atvinnusvæðið í landi Blikastaða er nýtt í eignasafni Reita og býður upp á margvíslega þróunarmöguleika með núverandi eða nýjum viðskiptavinum. Laugavegur 176, Gamla sjónvarpshúsið, er spennandi þróunarreitur. Mikilvægum áfanga var náð þar þegar skipulagssamkeppni var haldin um svæðið, en í kjölfarið hófst vinna við rammaskipulag svæðisins. Árið var erilsamt í endurbótum í fyrirliggjandi eignasafni. Þar vega framkvæmdir á um 7.000 fermetra rými á 1. og 2. hæð í norðurenda Kringlunnar þyngst.

Eignir Reita

2017 Blikastaðir kaup

KAUP

Atvinnusvæði í landi Blikastaða

Desember 2017

Reitir festu kaup á um 15. ha. byggingarlandi fyrir atvinnuhúsnæði í landi Blikastaða á árinu. Áætlað er að byggingarmagn á svæðinu verði um 75 til 110 þúsund fm., en um langtímaverkefni er að ræða þar sem gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt á næstu átta til tólf árum. Svæðið liggur við sveitarfélagamörk Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar, og hefur verið skilgreint í aðalskipulagi Mosfellsbæjar sem verslunar- og þjónustusvæði eða athafnasvæði fyrir starfsemi sem ekki hefur neikvæð eða truflandi áhrif á umhverfi sitt, s.s. léttan iðnað, vörugeymslur, hreinleg verkstæði og fyrirferðarmikla verslunarstarfsemi.

Eignir Reita

2017 Klettháls Kaup

KAUP

Klettháls 3

Ágúst 2017

Tæplega 1.700 fermetra atvinnuhúsnæði að Kletthálsi 3 bættist í eignasafn Reita á árinu. Húsið var byggt árið 2003 og leigutaki er Arctic Trucks Ísland ehf.

Eignir Reita

2017 Kringlan Kaup

KAUP

Verslunarrými í Kringlunni

Kaup dreifð yfir árið

Reitir hafa keypt nokkur verslunarrými í Kringlunni á undanförnum árum. Á árinu 2017 keyptu Reitir rýmin sem hýsa Aveda, Timberland og Bast.