Auglýst var eftir rekstraraðila að hóteli í gamla sjónvarpshúsinu

Auglýst var eftir rekstraraðilum í tengslum við þróun hótels að Laugavegi 176 s.l. haust, og var mikill áhugi á meðal hótelrekstraraðila. Gert er ráð fyrir stækkun byggingarinnar og að hún verði um 6.700 fm. að stærð með um 120-160 herbergjum auk verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð. Samningaviðræður standa yfir við alþjóðlegan rekstraraðila og stefnt er að undirritun leigusamnings í sumar ef forsendur ganga eftir.
Auglýst var eftir rekstraraðila að hóteli í gamla sjónvarpshúsinu