Rekstur Reita árið 2016 var í ágætu samræmi við væntingar og útgefnar áætlanir félagsins um afkomu. Arðsemi eigin fjár var um 5,3% á árinu 2016 og arðsemi tekjuberandi eigna um 6%. Leigutekjur Reita árið 2016 námu 10.035 millj. kr. samanborið við 8.927 millj. kr. árið áður. Tekjur jukust nokkuð hraðar en verðlag, en að auki skýra nýjar eignir í safninu hluta tekjuvaxtar. Nýtingarhlutfall eignasafnsins er gott, eða um 97% af tekjuvirði. 

Ársreikningur 

 

 

Lykiltölur ársreiknings

Lykiltölur rekstrar 2016 2015
Tekjur 10.035 8.927
Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna -2.565 -2.120
Stjórnunarkostnaður1 -545 -455
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu1 6.925 6.352
Matsbreyting fjárfestingareigna 347 6.548
Hrein fjármagnsgjöld -4.067 -3.379
Hagnaður ársins 2.417 7.397
Hagnaður á hlut 3,3 kr. 9,8 kr.
NOI hlutfall2 66,9% 68,1%
Stjórnunarkostnaður2 5,2% 4,9%
Lykiltölur efnahags 31.12.2016 31.12.2015
Fjárfestingareignir 125.719 110.947
Handbært og bundið fé 7.526 1.120
Heildareignir 134.034 112.802
Eigið fé 46.156 46.736
Vaxtaberandi skuldir 76.223 57.158
Eiginfjárhlutfall 34,4% 41,4%
Lykiltölur um fasteignasafn 2016 2015
Nýtingarhlutfall (tekjuvegið) 96,9% 95,7%

 

Fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram
1 Án einskiptiskostnaðar við endurskipulagningu og skráningu
2 Reiknað sem hlutfall af heildartekjum