Ávarp stjórnarformanns og forstjóra
Árið 2016 var fyrsta heila starfsár Reita eftir skráningu í Kauphöll Íslands, en þar var félagið skráð í apríl 2015. Reksturinn gekk vel og árið var viðburðaríkt. Á árinu gengu í gegn ein stærstu fasteignaviðskipti hér á landi þegar Reitir tóku yfir eignir af Stefni fyrir tæpa 17 milljarða króna. Þær eignir urðu hluti af eignasafni félagsins frá 1. apríl á síðasta ári. Þar fyrir utan var fjöldi nýrra leigusamninga gerður auk fjölmargra endurnýjana og viðauka.