Reitir fasteignafélag er stærsta fasteignafélag landsins í útleigu atvinnuhúsnæðis. Á meðal viðskiptavina Reita eru mörg stærstu fyrirtæki landsins auk opinberra stofnana. Eignasafn Reita efldist og stækkaði um tæplega 10% í fermetrum talið á árinu 2016. Rekstrarhagnaður Reita nam 6.925 millj. kr. og hagnaður nam 2.417 millj. kr. Félagið ráðgerir áframhaldandi fjárfestingu í eignasafninu á árinu 2017 auk þess sem þrjú stærri þróunarverkefni eru í farvegi.

 

Tekjur

10.035

millj. kr.

Rekstrarhagnaður

6.925

millj. kr.

Hagnaður

2.417

millj. kr.

Fjárfestingareignir

125.719

millj. kr.

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Ávarp stjórnarformanns og forstjóra

Árið 2016 var fyrsta heila starfsár Reita eftir skráningu í Kauphöll Íslands, en þar var félagið skráð í apríl 2015. Reksturinn gekk vel og árið var viðburðaríkt. Á árinu gengu í gegn ein stærstu fasteignaviðskipti hér á landi þegar Reitir tóku yfir eignir af Stefni fyrir tæpa 17 milljarða króna.  Þær eignir urðu hluti af eignasafni félagsins frá 1. apríl á síðasta ári. Þar fyrir utan var fjöldi nýrra leigusamninga gerður auk fjölmargra endurnýjana og viðauka.

Lesa ávarpið 

Viðburðaríkt ár 2016

Eignasafn í þróun í 30 ár

Íslandskort

  • 140 fasteignir
  • 440000 fermetrar
  • 700 leigueiningar

Skoða eignasafn

Góðir stjórnarhættir

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Reitir fasteignafélag
er fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum