Reitir tóku markviss skref í átt að sjálfbærni á árinu. Kolefnislosun af starfseminni lækkaði um 4%. Félagið hlaut Svansvottun fyrir endurbætur húsnæðis ásamt því að vera með tvö þróunarverkefni, með áætluðu byggingarmagni um 130.000 fermetrar, í BREEAM Communities vottunarferli.

Félagið lagði sitt af mörkum til samfélagsins á álagstímum hjá heilbrigðisþjónustunni með því að lána fasteign við Suðurlandsbraut 34, oft nefnt Orkuhúsið, undir aðstöðu til skimana og sýnatöku og seinna til bólusetninga gegn kórónaveirunni. 

Stefna Reita varðandi samfélagslega ábyrgð hlaut ítarlega endurskoðun og var uppfærð í ársbyrjun 2021.  Stefnuna má finna á reitir.is/samfelag.

Skoða samfélagsskýrslu 2020