Innan fasteignasafns Reita voru um 135 fasteignir, samtals um 445.000 fermetrar að stærð, í árslok 2020. Eignasafnið hefur byggst upp í skjóli áratuga arfleifðar vandaðra langtímaákvarðana. Þessari arfleifð er haldið á lofti með vönduðum fjárfestingum og framsýnum þróunarverkefnum sem vænst er að verði mikilvæg í verðmætasköpun félagsins til framtíðar.  

Viðskiptavinahópur Reita er fjölbreyttur, stórfyrirtæki og opinberir aðilar eru að baki um 65% leigutekna. 

Leigutekjur ársins eftir tegundum aðila

Leigutekjur 2020 eftir tegundum aðila

Dreifing milli eignaflokka dregur úr áhættu Reita til lengri tíma. Tekjuberandi eignum er í skipt í fjóra flokka, skrifstofuhúsnæði, verslunar- og veitingahúsnæði, hótel og fjórða flokkurinn, iðnaðar­húsnæði og annað húsnæði sem fellur ekki innan fyrrgreindra flokka. 

Virði tekjuberandi eigna eftir tegund húsnæðis

Virði tekjuberandi eigna í árslok 2020 eftir tegundum húsnæðis

Skýrsla um eignasafn Reita er gefin út tvisvar á ári með upplýsingum um allar fasteignir félagsins auk upplýsinga um leigusamninga og leigutekjur.

  Eignasafnsskýrsla 31.12.2020