Samfélagsskýrsla Reita tekur mið af leiðbeiningum Nasdaq um birtingu upplýsinga um samfélagsábyrgð.

Samhliða ársreikningi 2019 gefa Reitir út samfélagsskýrslu sem tekur á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum hjá félaginu. Skýrslan tekur mið af leiðbeiningum Nasdaq um birtingu upplýsinga um samfélagsábyrgð, eða svokölluðum ESG (e. environmental, social, governance) þáttum. Á komandi árum hyggjast Reitir leggja aukna áherslu á mælingu þessara þátta, setningu markmiða og eftirfylgni með þeim í starfsemi sinni.

Samfélagsskýrsla 2019

Áhugavert umhverfi sem er endingargott, öruggt og aðlaðandi.

Unnið er að undirbúningi nýrra deiliskipulaga fyrir Orkureitinn og atvinnusvæðið í Blikastöðum, og tekur sú vinna mið af kröfum BREEAM Communities vottunarinnar, sem stefnt er að því að svæðin hljóti. Kröfurnar fela í sér að hugað er að sjálfbærum áherslum í skipulagsvinnu strax í upphafi með vel skilgreindum viðmiðum um samfélagsleg, umhverfisleg og efnahagsleg gæði. BREEAM Communities vottun er veitt fyrir skipulag svæða, og áformuð vottun Orkureitsins verður líklega sú fyrsta af þessari tegund í Reykjavík. Fyrir eiga Reitir húsnæði að Höfðabakka 9 sem hlaut BREEAM vottun með einkunnina "very good" fyrir endurbætur árið 2013.

Samfélagsskýrsla 2019