Samhliða ársreikningi er gefin út skýrsla um eignasafn Reita með upplýsingum um fasteignir, leigusamninga og leigutekjur.

Í skýrslunni má finna upplýsingar um flokkun leigutekna út út frá landfæðilegri dreifingu, og út frá tegundum og stærð leigutaka. Virði fasteigna er skoðað út frá staðsetningu og tegund. Veitt er yfirlit yfir allar eignir félgsins með upplýsingum um aldur, stærð og fasteignamat.

 Eignasafnsskýrsla 2019 

Verkefni ársins 2019 mörkuðust af töluverðri fjárfestingu í húsnæði í tengslum við nýja leigusamninga við langtímaviðskiptavini.

Um mitt ár fékk Landspítali afhentar um fimm þúsund fermetra höfuðstöðvar í tveimur samliggjandi húsum í Skaftahlíð. Húsin voru endurnýjuð með gagngerum hætti þannig að þau þjónuðu nýrri starfsemi sem best. Eiríksgata 5, sem hýsti áður skrifstofur spítalans, fær nýtt hlutverk í þágu spítalans á næstunni. 

Umhverfisstofnun hefur verið í húsnæði Reita að Suðurlandsbraut 24 síðan 2002. Í tengslum við endurnýjun leigusamnings var ákveðið að ráðast í miklar endurbætur innanhúss og voru aðilar sammála um að vinna allar endurbætur í samræmi við Svaninn, opinbert umhverfismerki Norðurlandanna.

Stafræn þjónusta og heilsueflandi starfsemi í Kringlunni

Stjórnendur Reita og Kringlunnar sjá samþættingu stafrænnar þjónustu við verslun í Kringlunni ásamt aukningu á heilsueflandi starfsemi spila hlutverk í eflingu Kringlunnar sem lifandi borgarkjarna á næstu árum. Vegferðin hófst á árinu með nýrri leitarvél á www.kringlan.is og nýju Kringluappi. Leitarvélin býður upp á leit í vöruframboði Kringlunnar og verslun beint gegnum vefverslanir kaupmanna á meðan appið veitir greiðan aðgang að tilboðum hvers dags auk upplýsinga um viðburði.

Á haustmánuðum jókst heilsueflandi starfsemi í Kringlunni til muna með opnun stórrar starfsstöðvar Sjúkraþjálfunar Íslands á þriðju hæð Kringlunar. Haustið 2020 opnar ný World Class stöð í Kringlunni.

Fasteignasafn Reita

Reitir skipta fjárfestingareignum í flokkana verslunarhúsnæði, skrifstofuhúsnæði, hótelhúsnæði og flokkinn iðnað og annars konar húsnæði. Um áramót voru fasteignir Reita um 140 talsins og um 460.000 fermetrar að stærð.

Kortið uppfærist og sýnir eignasafn Reita eins og það er á hverjum tíma.

Samhliða ársreikningi er gefin út skýrsla um eignasafn Reita með upplýsingum um fasteignir, leigusamninga og leigutekjur.

 Eignasafnsskýrsla 2019